„Rjóminn af samfélaginu“ á Flúðum

Þessi bátur, í laginu eins og traktor, tók þátt í …
Þessi bátur, í laginu eins og traktor, tók þátt í furðubátakeppni hátíðarinnar. Ljósmynd/Aldís Hafsteinsdóttir

Margt var um manninn á hátíðinni Flúðir um versló en þar var líka nóg um að vera.

„Það gekk svo vel, þetta var svo yndislegt og maður var bara við það að klökkna alla helgina,“ segir Berg­sveinn Theo­dórs­son aðspurður, einn af skipuleggjendum hátíðar­inn­ar, í samtali við mbl.is.

Alls kyns furðubátar tóku þátt í furðubátakeppninni á Flúðum um …
Alls kyns furðubátar tóku þátt í furðubátakeppninni á Flúðum um versló. Metfjöldi þátttakenda var í ár. Ljósmynd/Aldís Hafsteinsdóttir

Stútfull fjölskyldudagskrá var alla helgina á Flúðum og það rigndi ekki á neinn viðburð dagskrárinnar segir Bergsveinn.

„Við höfum sennilega fengið eingöngu rjómann af samfélaginu því hér gekk allt ótrúlega vel, ekkert kom upp á og var bros á öllum andlitum,“ segir Bergsveinn.

Kátir þátttakendur furðubátakeppninnar.
Kátir þátttakendur furðubátakeppninnar. Ljósmynd/Aldís Hafsteinsdóttir

Gestir hátíðarinnar voru flestir frá öðrum bæjarfélögum og voru í raun að taka þátt í því sem er í grunninn staðbundnir viðburðir Flúða.

Einn dagskrárliðanna er furðubátakeppni og í ár var metfjöldi báta, eða um tuttugu talsins. Þeir voru eins ólíkir og þeir voru margir, má þar til dæmis nefna draugaskip, traktora og einn bát í laginu eins og fótboltavöll. Bergsveinn segir bátana alla búna til af mjög hugmyndaríku fólki.

Ágætis veður var á Flúðum, sólin skein og rigningin var …
Ágætis veður var á Flúðum, sólin skein og rigningin var ekki sjáanleg. Ljósmynd/Aldís Hafsteinsdóttir

„Fyrst og fremst þakklæti til okkar gesta og þakklæti til allra þeirra sem komu að skipulagningu ýmissa viðburða hátíðarinnar. Ég fer þreyttur, glaður og spenntur fyrir næsta ári inn í komandi viku,“ segir Bergsveinn sæll að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert