Stór og myndarleg klakabreiða blasti við Axel Gunnarssyni rútubílsstjóra er hann kom að Vestri-Fellsfjöru, við Jökulsárlón, á leið sinni hringinn í kringum landið.
Fangaði hann þetta magnaða sjónarspil á meðfylgjandi myndir.
„Þetta eru fleiri klakar en ég hef séð á ströndinni. Þetta er svakalegt,“ segir Kolbrún Matthíasdóttir, landvörður á Breiðamerkursandi, en hún hefur starfað sem landvörður á svæðinu í tvö sumur.
Að sögn Kolbrúnar hafa nánast engir klakar sést í fjörunni undanfarna daga.
Klakarnir hafi verið að safnast upp í lóninu.
„Í dag hefur þetta allt náð að fara út, á einu bretti og meira en vanalegast gerist.“