Gætu verið fastir í jökulsprungu

Í tilkynningu til neyðarlínu sögðust ferðamennirnir hafa fests í helli …
Í tilkynningu til neyðarlínu sögðust ferðamennirnir hafa fests í helli eftir grjóthrun. Það eru aftur á móti fáir hellar á svæðinu. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir skima nú jökulsprungur í Kerlingarfjöllum þar sem tveggja ferðamanna er enn leitað. Leit í hellum á svæðinu hefur ekki borið árangur.

Neyðarlínunni barst tilkynning frá göngumönnunum um klukkan 22.30 í gær þar sem þeir sögðust vera fastir í helli.

Í tilkynningu var uppgefin staðsetning við Eyvind, suður af Eystri-Loðmundarjökli. Síðan þá hefur ekkert heyrst frá þeim.

Leit á staðsetningu sem gefin var upp í tilkynn­ingu kl. …
Leit á staðsetningu sem gefin var upp í tilkynn­ingu kl. 22.30 í gær bar ekki ár­ang­ur en hún barst í gegn­um net­spjall neyðarlínunn­ar. Búið er að víkka leitarsvæðið. Kort/Map.is

„Það var leitað á þessu svæði í nótt og engin ummerki sáust þar,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við mbl.is.

Ekkert meira er vitað um ferðir göngumannanna en líklegt þykir að þeir séu erlendir ferðamenn.

Nú er búið að breikka leitarsvæðið töluvert.

Kerlingarfjöll eru milli Langjökuls og Höfsjökuls.
Kerlingarfjöll eru milli Langjökuls og Höfsjökuls. map.is

Leita á sprungusvæði

Í tilkynningu til neyðarlínu sögðust ferðamennirnir hafa fest í helli eftir grjóthrun.

Það eru aftur á móti fáir hellar á svæðinu og þykir því mögulegt að þeir hafi fest í sprungu frekar en helli.

Umfangsmikil leit stendur yfir.
Umfangsmikil leit stendur yfir. Ljósmynd/Landsbjörg

„Það er verið að leita núna á sprungusvæði norður af þessu svæði,“ bætir Jón Þór við.

„Þar eru jökulsprungur sem leiðsögumenn bentu á að gætu verið eitthvað sem fólk, sem ekki er vant, skilgreindi sem helli en ekki sprungu.“

Um 150 manns hafa komið að aðgerðunum. Lé­legt skyggni var lengi vel. Flygildi svífur einnig um svæðið til að kanna hvort merki finnist um mannaferðir.

Engin um­merki um fólk hafa þó fundist enn sem komið er.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert