Hlé á viðgerðum vegna laxveiða

Gert verður hlé á viðgerðunum á brúnni yfir Elliðaár vegna …
Gert verður hlé á viðgerðunum á brúnni yfir Elliðaár vegna veiðitímabilsins. Ljósmynd/Vegagerðin

Gert verður hlé á viðgerðum á brúnni yfir Elliðaár við Árbæjarstíflu í Reykjavík vegna laxveiðitímabilsins.

Viðgerðirnar hafa staðið yfir í sumar en fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar að helsta ástæða þeirra er að framhliðar stöpla reyndust mikið skemmdar og kambstál var farið að tærast.

Hlé verður gert á framkvæmdunum til 1. september en ráðgert er að viðgerðum ljúki í lok október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert