Fórnarlamb stunguárásar á Akureyri um helgina var útskrifað af sjúkrahúsi í gær.
Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir í samtali við mbl.is að karlmaður undir tvítugu sé með stöðu sakbornings í málinu.
Bæjarhátíðin Ein með öllu var haldin á Akureyri og segir Skarphéðinn helgina hafa verið annasama hjá lögreglunni.
Hann kveðst ekki vilja upplýsa frekar um árásina að svo stöddu en segir rannsókn málsins miða ágætlega.