Tómur bílaleigubíll fundinn: Ræsa út leitarhunda

Bíllinn er bílaleigubíll.
Bíllinn er bílaleigubíll. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir hafa fundið tóman bílaleigubíl sem þær telja vera í leigu tveggja ferðamanna sem leitað er að í Kerlingarfjöllum. Björgunarfólk getur því loksins kallað út sporhunda.

Neyðarlín­unni barst til­kynn­ing frá göngu­mönn­un­um um klukk­an 22.30 í gær þar sem þeir sögðust vera fast­ir í helli. Líklegt þykir að þeir séu ferðamenn. Enn hafa þeir ekki fundist.

Bílaleigubíll fannst fyrir skömmu við tjaldsvæðið við „Highland Base í Kerlingarfjöllum og er hann talinn í leigu göngumannanna.

Enginn á svæðinu virðist kannast við bílinn, að sögn Landsbjargar.

Leit á staðsetn­ingu sem gef­in var upp í til­kynn­ingu kl. …
Leit á staðsetn­ingu sem gef­in var upp í til­kynn­ingu kl. 22.30 í gær bar ekki ár­ang­ur en hún barst í gegn­um net­spjall neyðarlín­unn­ar. Nú er búið að víkka leit­ar­svæðið talsvert. Kort/Map.is

„Þetta er alla vega fyrsta vísbending sem við fáum sem gerir það að verkum að það er hægt að vinna út frá því. Þess vegna erum við að kalla út leitarhunda,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við mbl.is.

Sporhundar munu því þefa af bílnum til þess að rekja slóðina að hinum týndu ferðamönnum.

Tjaldsvæði er við svokallað Highland Base.
Tjaldsvæði er við svokallað Highland Base. Ljósmynd/Landsbjörg

Leita á sprungu­svæði

Í til­kynn­ingu ferðamannanna var gef­in upp staðsetn­ing við Ey­vind, suður af Eystri-Loðmund­ar­jökli. Síðan þá hef­ur ekk­ert heyrst frá þeim.

„Það var leitað á þessu svæði í nótt og eng­in um­merki sáust þar,“ sagði Jón Þór við mbl.is fyrr í dag. Ekk­ert meira er vitað um ferðir göngu­mann­anna en lík­legt þykir að þeir séu er­lend­ir ferðamenn.

Nú er búið að víkka út leit­ar­svæðið tölu­vert. Björg­un­ar­sveit­ir skima nú jök­ul­sprung­ur í Kerling­ar­fjöll­um.

„Þar eru jök­ul­sprung­ur sem leiðsögu­menn bentu á að gætu verið eitt­hvað sem fólk, sem ekki er vant, skil­greindi sem helli en ekki sprungu.“

Búið er að vikka út leit­ar­svæðið tölu­vert.
Búið er að vikka út leit­ar­svæðið tölu­vert. Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert