Árni Þórður látinn

Árni Þórður Sigurðarson.
Árni Þórður Sigurðarson. Ljósmynd/Af Facebook-síðu Sigurðar Þ. Ragnarssonar

Árni Þórður Sigurðarson, sonur landsþekkta veðurfræðingsins Sigurðar Þ. Ragnarssonar eða Sigga storms, er látinn 31 árs að aldri.

Lífshættuleg veikindi Árna vöktu mikla athygli árið 2021.

Starfaði sem tollvörður

Sigurður greinir frá andláti sonar síns á Facebook og segir að talið hafi verið að hann væri orðinn heill af veikindunum.

Að teknu tilliti til vina og vandamanna sem fá fréttir á ótrúlegum hraða höfum við hjónin ákveðið að tilkynna hér á FB um andlát sonar okkar, Árna Þórðar Sigurðarsonar,“ skrifar Sigurður.

„Hann starfaði sem tollvörður á keflavíkurflugvelli uns hann veiktist. Við hjónin biðjum um andrými til að tækla þessa miklu sorg. Hann lést á heimili sín á Völlunum á mánudag. Guð blessi ykkur öll okkar kæru vinir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert