Beitti konuna margs konar ofbeldi

Maðurinn er á sjötugsaldri.
Maðurinn er á sjötugsaldri. mbl.is/Þorgeir

Karlmaður sem grunaður er um að hafa myrt sambýliskonu sína á heimili þeirra á Akureyri í apríl er ákærður fyrir manndráp og brot í nánu sambandi.

Ríkisútvarpið greinir frá. 

Kon­an fannst lát­in 22. apríl. Hún var fimm­tug en ákærði er á sjö­tugs­aldri.

Ríkisútvarpið greinir frá því að maðurinn sé ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi. Í ákærunni komi fram að hann hafi beitt sambýliskonu sína margs konar ofbeldi í aðdraganda andlátsins. Hún hafi hlotið áverka og látist af völdum innvortis blæðingar. 

Þá sé maðurinn ákærður fyrir brot í nánu sambandi þar sem hann hafi beitt konuna ofbeldi í febrúar með þeim afleiðingum að hún hlaut meðal annars nefbrot. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert