Bílasala Guðfinns og verslunin Brá sættu sektum

Til stóð að fyrirtækin þyrftu að greiða dagssektir.
Til stóð að fyrirtækin þyrftu að greiða dagssektir. mbl.is/Golli

Neytendastofa birti á vef sínum í dag ákvörðun þess efnis að Bílasala Guðfinns og verslunin Brá myndu sæta dagssektum vegna villandi og ófullnægjandi upplýsinga á vefsíðum sínum.

Bæði fyrirtæki hafa hins vegar þegar bætt ráð sitt og lagað upplýsingarnar. Kemur því ekki til greiðslu sektanna.

Áður fengið athugasemdir

Í tilviki Bílasölu Guðfinns voru neytendum veittar villandi upplýsinga um lánamöguleika við kaup á bifreiðum hjá félaginu.

Í tilviki Bráar voru veittar rangar upplýsingar um frest til að falla frá samningi og sá réttur takmarkaður með ólögmætum hætti.

Fyrirtækin höfðu áður fengið athugasemdir frá Neytendastofu en ekki leiðrétt upplýsingarnar fyrr en nú að því er virðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert