Hiti allt að 18 stig fyrir sunnan

Ætli það verði jafn næs á Klambratúni í dag.
Ætli það verði jafn næs á Klambratúni í dag. mbl.is/Eyþór

Rólegt veður er í kortunum í dag, vindhraði yfirleitt minni en 8 metrar á sekúndu. 

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings. 

Norðan- og austanlands er búist við að skýjahula liggi yfir að mestu leyti, dálítil rigning allra austast en hiti á bilinu 7 til 13 stig. 

Bjartara verður yfir á Suður- og Suðvesturlandi og hiti allt að 18 stig, þó sleppur svæðið ekki við síðdegisskúra frekar en fyrri daginn. 

Á morgun er reiknað með því að það verði skýjað að mestu, væta og líkur á síðdegisskúrum á Suðurlandi. Hiti á bilinu 7 til 14 stig. 

Útlit fyrir norðvestan golu, rigningu og svalt veður á norðanverðu landinu á föstudag. Stöku skúrir en mildara fyrir sunnan. 

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert