Hvalurinn komst loks á flot

Á tímabili stefndi í drukknun hvalsins sem synti á endanum …
Á tímabili stefndi í drukknun hvalsins sem synti á endanum burt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skíðishvalurinn sem rak á land við Þorlákshöfn í dag er kominn á flot en tvísýnt var um afdrif dýrsins á tímabili.

„Manni leist nú ekkert á þetta þarna á tímabili. Hann var dálítið sokkinn í sand og stefndi í drukknun. En hann var sprækari en við héldum og þegar flæddi að honum var hægt að koma reipi undir hausinn á honum til að draga hann út,“ segir Guðjón Már Sigurðsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, en hann hefur verið í miklum samskiptum við fólk á vettvangi í Þorlákshöfn í dag.

Að öllum líkindum sandreiður

Guðjón segir að af myndböndum og myndum að dæma hafi hvalurinn verið sandreiður.

„Fyrstu myndir voru dálítið steypireiðslegar en svo þegar við sjáum hann betur sýnist mér nokkuð víst að þetta sé sandreiður.“

Að lokum bætir Guðjón við: „Vonandi hefur hann þetta bara af. Maður veit aldrei með meiðsli eftir svona en hann synti allavega í burtu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert