Nýir stólar framleiddir fyrir sal Alþingis

Nýju stólarnir taka við af stólum sem hafa verið í …
Nýju stólarnir taka við af stólum sem hafa verið í notkun síðan árið 1987. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýir stól­ar fyr­ir þing­menn og ráðherra verða tekn­ir í notk­un í þingsal Alþing­is þegar þing­setn­ing fer fram í haust.

Fram­kvæmd­ir hafa staðið yfir í þingsaln­um í allt sum­ar og var reglu­legu viðhaldi sinnt ásamt nokkr­um breyt­ing­um.

Stærsta breyt­ing­in er þó án efa nýju stól­arn­ir sem leysa af hólmi stóla sem hafa verið í notk­un frá ár­inu 1987.

Nýju stól­arn­ir eru hannaðir af Erlu Sól­veigu Óskars­dótt­ur og nefn­ist hönn­un­in Spuni.

Stól­arn­ir eru hannaðir af Erlu Sól­veigu Óskars­dótt­ur og nefn­ist hönn­un­in …
Stól­arn­ir eru hannaðir af Erlu Sól­veigu Óskars­dótt­ur og nefn­ist hönn­un­in Spuni. Hægt er að fá stól­ana með ýms­um fót­um. Ljós­mynd/Á. ​Guðmunds­son
Stóll úr þingsalnum árið 1949 þegar mótmæli voru á Austurvelli …
Stóll úr þingsaln­um árið 1949 þegar mót­mæli voru á Aust­ur­velli vegna aðild­ar Íslands að Atlants­hafs­banda­lag­inu. Morg­un­blaðið/Ó​laf­ur K. Magnús­son

Enn í fram­leiðslu

Þeir eru sömu teg­und­ar og stól­arn­ir í þing­flokks­her­bergj­um og fund­ar­her­bergj­um í Smiðju, seg­ir Ragna Árna­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri Alþing­is, í sam­tali við mbl.is.

Áklæðið er ljós­brúnt leður, ekki ósvipað því sem nú er. Stól­arn­ir eru enn í fram­leiðslu og er því ljós­mynd ekki til­tæk af þeim.

Þá stend­ur til að skipta um leður í borðplöt­um í Alþing­issaln­um, sem verður það sama og í stól­un­um.

Annað verður með óbreyttu sniði.

Þingsalurinn árið 1956.
Þingsal­ur­inn árið 1956. Morg­un­blaðið/Ó​laf­ur K. Magnús­son

Þingsal komið í fyrra horf á ný

Þing­setn­ing er ávallt á öðrum þriðju­degi sept­em­ber­mánaðar, sem í þetta sinn ber upp á 10. sept­em­ber. 

Vegna inn­setn­ing­ar for­seta Íslands 1. ág­úst voru öll hús­gögn tek­in út úr saln­um og að at­höfn lok­inni var strax haf­in vinna við að koma þingsaln­um í fyrra horf á ný. Nú þegar er búið að setja upp borð for­seta Alþing­is og ræðustól­inn. 

Það sem eft­ir er kem­ur inn á næstu dög­um en gólfið er ný­pússað, glugga­tjöld eru hrein og glugg­ar lakkaðir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert