Pólitíkin getur ekki firrt sig ábyrgð

Ákjósanlegast þykir nú að byggja nýja heilsugæslustöð við hliðina á …
Ákjósanlegast þykir nú að byggja nýja heilsugæslustöð við hliðina á Sjúkrahúsinu á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Málefni heilsugæslu á Akureyri hafa verið miklum ólestri að undanförnu að mati Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Í samtali við Morgunblaðið segir Berglind að Akureyri sé orðið 20.000 manna þjónustusvæði og ákveðið hafi verið þegar Svandís Svavarsdóttir var heilbrigðisráðherra að opna tvær heilsugæslustöðvar á Akureyri til að anna fjöldanum þar. Berglind vakti ahygli á málinu í grein í Morgunblaðinu 1. ágúst.

„Á þeim tíma [2021] lagði ég fram þingsályktunartillögu um það að önnur yrði einkarekin og farið yrði í útboð á rekstri heilsugæslunnar til þess að bæta þjónustu íbúa og bæta valkosti heilbrigðismenntaðs starfsfólks sem vill setjast að á Akureyri,“ segir Berglind. Svo gerist lítið í þeim efnum.

Það sem gerist síðan er að opnuð er ný heilsugæsla í Sunnuhlíð. „Valið á staðsetningu hefur farið um víðan völl. Húsnæðið niðri í miðbæ Akureyrar var orðið ónýtt og þá er ákveðið að fara í endurbætur á húsnæðinu í Sunnuhlíð og opnuð ný heilsugæsla þar, en hún er auðvitað sprungin,“ segir Berglind. Þá átti að opna heilsugæslustöð númer tvö og búið var að ákveða lóð og Akureyrarbær var búinn að ákveða að úthluta lóðinni fyrir þetta en þá upphófst ágreiningur um bílastæðakjallara, hver ætti að borga fyrir hann, ríkið eða bærinn. En verkefnið var komið svo langt að það voru komnar teikningar frá verktaka í bænum. Það var búið að fara tvisvar sinnum í gegnum útboð en ekkert fyrirtæki virtist fara í gegnum forval.

„Þetta leit svo út fyrir að vera allt klappað og klárt en það stoppar svo út af bílastæðakjallaranum.“

Þá segir Berglind að ákveðið hafi verið að fara í það að skipta um staðsetningu og lóðin hjá sjúkrahúsinu sé núna talin ákjósanlegust fyrir heilsugæslu númer tvö. Fá svör hafa fengist frá heilbrigðisráðuneytinu og Ríkiskaupum um af hverju staðan er svona en það er allt stopp að sögn Berglindar.

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert