Sérsveit með viðbúnað við Karfavog

Sérsveitin að störfum. Mynd úr safni.
Sérsveitin að störfum. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sérsveitin hefur verið kölluð út að húsi við Karfavog í Vogahverfi í Reykjavík.

Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Hún segir sérsveitina hafa verið kallaða út til aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Sjúkrabíl ekið á móti umferð

Ekki hefur náðst í talsmenn lögreglu í tengslum við útkallið.

Einnig sást til lögreglubíls, sérsveitarbíls og sjúkraflutningabíls sem var ekið í austurátt á Bústaðavegi. Síðan sást til sjúkrabíls sem var ekið á móti umferð á sama vegi. Ekki er ljóst hvort sá akstur tengist aðgerðinni í Karfavogi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert