Skráðu fjögur þúsund hvali

Mikið var um hafís í hvalaleitarleiðangri Bjarna Sæmundssonar við Austur-Grænland …
Mikið var um hafís í hvalaleitarleiðangri Bjarna Sæmundssonar við Austur-Grænland í júlí. Alls voru skráðir 4.000 hvalir í leiðangrinum. Ljósmynd/Hafrannsóknarstofnun

Í heildina voru um 4.000 hvalir skráðir í hvalatalningarleiðangri Hafrannsóknastofnunar sem lauk nú í byrjun ágúst. Úrvinnsla gagna er hafin að sögn Guðjóns Más Sigurðssonar, sjávarlíffræðings hjá Hafrannsóknastofnun.

Inni í þessari tölu leynast þó tví- eða þrítalningar á dýrum því þau eru talin af tveimur pöllum, efri og neðri. Þessar tví- eða þrítalningar eru mikilvægar fyrir úrvinnsluna, þar sem þær eru notaðar til að meta mun milli talningarfólks og palla.

„Lokaniðurstaða um fjölda hvala verður því að bíða fram á haust þegar við erum byrjuð að vinna úr gögnunum,“ segir Guðjón í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins.

Hvalatalningar á Árna Friðrikssyni HF 200 hófust mánudaginn 1. júlí og var því um mánaðarlangan túr að ræða.

Algengasta tegundin sem sást er langreyður, en þar á eftir sást mikið af grindhval, andarnefju, hnýðingi og hnúfubak sem var mjög algengur á nokkrum stöðum. Af sjaldséðari tegundum má nefna steypireyði og svínhvelið norðursnjáldra sem sáust fyrir sunnan landið.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert