Slasaðist á hönd og gengst undir aðgerð

Guðmundur Davíðsson framkvæmdastjóri Ægis sjávarfangs.
Guðmundur Davíðsson framkvæmdastjóri Ægis sjávarfangs. Samsett mynd

Guðmundur P. Davíðsson, framkvæmdastjóri Ægis sjávarfangs, segir að snögglega hafi verið brugðist við vinnuslysinu sem varð í verksmiðju fyrirtækisins í Grindavík í morgun.

„Það voru komnir sjúkrabílar á svæðið innan nokkurra mínútna, og slökkviliðið og fleiri viðbragðsaðilar. Hinn slasaði er í aðgerð á spítalanum í Fossvogi en viðkomandi slasaðist á hönd,“ segir Guðmundur í samtali við mbl.is. 

Unnið að rannsókn

Hann kveðst ekki hafa upplýsingar um aðdraganda slysins eða áverkana.

Slysið sé þó alvarlegt enda skaddaðist hendi starfsmannsins í vinnuvél. Viðkomandi hefur unnið hjá fyrirtækinu í nokkur ár.

Lögreglan og Vinnueftirlitið vinna nú að rannsókn slyssins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert