Þegar útköll síðustu þriggja mánaða eru skoðuð sést að þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti 31 útkalli er varðar útivist og frístundir.
Slík útköll hafa nær öll verið í júní og júli, en aðeins tvö þeirra voru í maí. Þetta er um 20% fjölgun á slíkum útköllum miðað við sama tíma í fyrra.
Þetta segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Hann segir jafnframt að þyrlusveitin hafi annast slík útköll nánast hvern dag í júní og júlí en flest útköll þyrlusveitarinnar eru alla jafna yfir hásumartímann.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.