Hleypur til að hjálpa öðrum fyrirburum

Andrea Kolbrún Reynarsdóttir er að fara að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu.
Andrea Kolbrún Reynarsdóttir er að fara að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu. Ljósmynd/Aðsend

Andrea Kolbrún Reynarsdóttir er aðeins átta ára gömul en ætlar sér þó að hlaupa þrjá kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Barnaspítalasjóði Hringsins.

Maraþonið verður haldið 24. ágúst og þá verður 40 ára afmæli þess einnig fagnað.

Meðal þeirra fjölmörgu sem taka þátt er Andrea sem hefur ákveðið að styrkja í leiðinni Barnaspítalasjóð Hringsins. Segir hún það vera vegna þess hún sjálf sé fyrirburi.

Andrea fæddist tveimur mánuðum fyrir tímann og var á vökudeild allan þann tíma í fyrirburavöggu.

Andrea var fædd tveimur mánuðum fyrir tímann.
Andrea var fædd tveimur mánuðum fyrir tímann. Ljósmynd/Aðsend

Strax búin að safna 118.000 krónum

Andrea segir fjáröflunina ganga mjög vel þar sem hún er nú þegar búin að safna 118.000 krónum en upprunalega markmiðið var 50.000.

Henni finnst mjög gaman að sjá hvað það eru margir að styrkja starfið og segist vera spennt fyrir stóra deginum.

Engin furða er að hún hafi ákveðið að styrkja starfið með því að hlaupa þar sem hún æfir körfubolta og hleypur því mjög mikið.

Mamma hennar, Anna Kristín Óskarsdóttir, segir Andreu lengi hafa langað til þess að hlaupa og hvatt sig til að koma með sér.

Fjölskylda Andreu mun mæta og hvetja hana áfram og Anna segir að ef veður leyfir sé mjög líklegt að þau setjist einhvers staðar niður eftir hlaupið og fagni áfanganum saman.

Hægt er að heita á Andreu hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert