Akstur undir áhrifum og leikur uppi á þaki

Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni.
Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ökumaður var stöðvaður af lögreglu í nótt við umferðareftirlit. Kom í ljós að ökumaðurinn var án gildra réttinda og er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Þá voru þrír til viðbótar stöðvaðir, grunaðir um akstur undir áhrifum. Þar að auki var tilkynnt um hnupl í matvöruverslun í miðbænum og var það afgreitt á vettvangi. 

Lögregla hafði einnig afskipti af drengjum sem voru að leik uppi á þaki grunnskóla. Útskýrði hún hættur þess að leika sér uppi á þaki bygginga áður en hún yfirgaf vettvang. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert