Ferðamenn ekki jafn margir síðan árið 2018

Ferðamönnum hefur fjölgað milli ára.
Ferðamönnum hefur fjölgað milli ára. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brottförum erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um tæplega 1.300 ferðir milli júlímánaða, ef marka má tölur frá Ferðamálastofu

Þetta er því 0,5% hækkun milli ára en brottfarir í nýliðnum júlímánuði voru 277 þúsund talsins, en í júlí í fyrra voru þær um 275 þúsund. 

Ekki hefur verið svipaður brottfarafjöldi síðan í júlí árið 2018.  

Langflestir ferðamenn Bandaríkjamenn

Flestar brottfarir í júlí voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna, sem voru um þriðjungur ferðamanna eða um 99 þúsund talsins. Þeir voru þó talsvert færri í ár en þeim fækkaði um  12,8% frá því í júlí í fyrra. 

Næstflestir ferðamenn í júlí voru Þjóðverjar, sem voru um 18.400 talsins eða 6,7% heildarbrottfara í mánuðinum. Þeir voru líka mun færri en í fyrra, eða 16,1% færri en júlí 2023. 

Brottfarir Pólverja voru í þriðja sæti eða 5,2% af heild júlímánuðs, og Bretar í því fjórða og voru um 4,6% brottfara. 

Ferðum Íslendinga fækkar

Frá áramótum hafa um 1,24 milljónir erlendra farþega farið frá Íslandi, en á sama tíma í fyrra voru brottfarir þeirra um 1,23 milljónir. Því er um að ræða 0,9% fjölgun milli ára. 

Frá áramótum hafa um 360 þúsund Íslendingar farið utan en á sama tíma í fyrra voru brottfarir þeirra um 364 þúsund. 

Þá voru brottfarir Íslendinga í júlímánuði jafnframt færri en í fyrra, tæplega 63 þúsund, en ferðirnar voru um átta þúsund fleiri í júlí 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert