Fjórir sóttu um starf yfirdýralæknis hjá Matvælastofnun en umsóknarfrestur rann út 29. júlí.
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.
Þann 4. júlí síðastliðinn var auglýst laust til umsóknar embætti yfirdýralæknis.
Þeir sem sóttu um starfið eru Brigitte Brugger sérgreinadýralæknir, Egill Þorri Steingrímsson dýralæknir, Vigdís Tryggvadóttir sérgreinadýralæknir og Þóra Jóhanna Jónasdóttir sérgreinadýralæknir.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra skipar í embættið til fimm ára að undangengnu mati hæfnisnefndar.
Hæfnisnefnd skipa Kolbeinn Árnason skrifstofustjóri á skrifstofu matvæla í matvælaráðuneytinu. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður dýralæknafélagsins Íslands og Auður Bjarnadóttir, ráðgjafi og eigandi ráðningarstofunnar Vinnvinn.
Sigurborg Daðadóttir er fráfarandi yfirdýralæknir.