Foreldrar upplýstir um stöðu barna á Brákarborg

Ólöf Örvarsdóttir segir óvíst hvenær lagfæringum á húsnæði Brákarborgar verði …
Ólöf Örvarsdóttir segir óvíst hvenær lagfæringum á húsnæði Brákarborgar verði lokið. Samsett mynd

Fundur með foreldrum barna á leikskólanum Brákarborg fór fram í gær um starfsemi hans í haust. 

Leikskólinn flyst í nýtt húsnæði í Ármúlanum á mánudag á meðan unnið er að viðgerð á húsnæði Brákarborgar við Kleppsveg. 

Of mikið álag frá torfi á þaki

Helsti vandinn við upphaflega húsnæðið var að reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans var meira en tilgreint var í teikningum. Sprungur voru líka byrjaðar að myndast í veggjum, en ekki er vitað hvers vegna þær mynduðust. 

Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, var viðstödd foreldrafundinn gær þar sem veittar voru helstu upplýsingar um starfsemi leikskólans í haust. 

„Það var mikið spurt um tímaáætlun, mönnun, hvað hefði raunverulega verið að og svo framvegis. Þetta var bara mjög fínn fundur, en þetta er auðvitað bara mjög erfið staða bæði fyrir foreldra og aðra.“ 

Viðgerðatími óljós 

Vinna við að laga húsnæðið við Kleppsveg er hafin, en Ólöf segist ekki vita hversu langan tíma þær viðgerðir muni taka. „Við munum allavega setja allt okkar púður í það að koma Brákarborg í gott stand.

Þá segir hún borgarstjórn heldur ekki hafa upplýsingar um hvað lagfæringar muni kosta, en gert er ráð fyrir því að það muni hlaupa á tugum milljónum króna. 

Aðspurð hvort borgarstjórn muni setja fram kæru vegna gallanna, segir Ólöf að fyrst verði fundið út hvar ábyrgðin liggi áður en svo afdrifarík ákvörðun er tekin. 

Öll börnin fá leikskólapláss

Sextán börn fengu pláss á leikskólanum Brákarborg, en þeim er öllum tryggt pláss ýmist á Brákarborg í húsnæðinu í Ármúla eða á öðrum leikskólum. Þó segir Ólöf að reynt er að tryggja að systkini sé á sama leikskóla. 

Að hennar sögn hefur verið vel farið yfir hvort húsnæðið í Ármúlanum uppfylli allar öryggiskröfur.

Þá hafi aðalvandamálið verið að hvernig væri hægt að breyta skilgreiningu húsnæðisins í Ármúla úr því að vera grunnskólahúsnæði yfir í leikskólahúsnæði, en það tókst á endanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka