Gagnrýnir stefnu Seðlabankans

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson.

Það má velta því fyrir sér hvort Seðlabankinn sé með óbreyttri vaxtastefnu að endurtaka fyrri nálgun þegar hátt vaxtastig var notað til að viðhalda óraunhæfu gengi krónunnar á sama tíma og almenningur og fyrirtæki voru hrakin í lántökur í verðtryggðum krónum og erlendum myntum.

Þetta segir Jón Sigurðsson forstjóri Stoða í bréfi sínu til hluthafa félagsins. Hann segir að nauðsynlegt sé að byrja vaxtalækkunarferli strax á næsta fundi peningastefnunefndar Seðlabankans. Morgunblaðið hefur bréfið undir höndum og fjallað er nánar um innihald þess í blaðinu í dag.

Í bréfinu víkur Jón að umræðu um efnahagsmál og segir ríkið ýta undir þenslu með auknum útgjöldum á meðan atvinnulífið hagræði í rekstri. Þá fjallar hann um neikvæða umræðu í garð ferðaþjónustunnar, stöðuna á hlutabréfamarkaði, fjárfestingaumhverfið, stöðu þeirra fyrirtækja sem mynda eignasafn Stoða og margt fleira.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert