Hátt í 300 skjálftar við Sundhnúkagígaröðina

Hátt í 300 skjálftar hafa mælst við Sundhnúkagígaröðina síðan á …
Hátt í 300 skjálftar hafa mælst við Sundhnúkagígaröðina síðan á mánudag. Hörður Kristleifsson

Hátt í 300 skjálftar hafa mælst við Sundhnúkagígaröðina frá því á mánudaginn. Fjöldi jarðskjálfta heldur áfram að aukast.

Líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi fara vaxandi og er hættumat á svæðinu óbreytt.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Veðurstofu Íslands.

Yfirlit yfir jarðskjálftavirkni í kringum Sundhnúkagígaröðina byggt á yfirförnum jarðskjálftum …
Yfirlit yfir jarðskjálftavirkni í kringum Sundhnúkagígaröðina byggt á yfirförnum jarðskjálftum frá 3. júní til 9. ágúst. Vinstra megin má sjá staðsetningu jarðskjálftanna á korti, uppi hægra megin er línurit sem sýnir stærð skjálftanna og niðri hægra megin er súlurit sem sýnir fjölda jarðskjálfta á viku. Kort/Veðurstofa Íslands

Allir sjálftarnir eru svokallaðir smáskjálftar undir M2,0 að stærð og meiri hluti þeirra er undir M1,0 að stærð.

„Aflögunargögn og líkanreikningar sýna að landris og kvikusöfnun undir Svartsengi er svipuð og síðustu daga. Þessi gögn sýna merki um það að kvikuþrýstingur sé áfram að aukast og er þetta svipuð þróun eins og vikurnar fyrir undanfarin kvikuhlaup og eldgos.“

Hættumat Veðurstofu 6.-13. ágúst að óbreyttu.
Hættumat Veðurstofu 6.-13. ágúst að óbreyttu. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert