Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur áhyggjur af gjaldfrjálsum námsgögnum í grunnskólum á landinu.
Í pistli í Morgunblaðinu í dag segir Áslaug frá samtölum sem hún hefur átt við kennara undanfarin misseri þar sem þeir lýsa því að börnin beri ekki virðingu fyrir námsgögnunum þar sem þau eiga þau ekki í raun. Þá safni skólarnir ónotuðum gögnum og börnin koma heim með fullar töskur úr skólanum af gögnum sem þau hafa ekki notað.
Áslaug segir að þetta sé óþarfa sóun á skattfé sem komi niður á öðrum mikilvægari verkefnum innan menntakerfisins.