Mega búast við „skemmtun, gleði, hamingju og ást“

Gleðiganga Hinsegin daga fer fram ár hvert við mikinn fögnuð. …
Gleðiganga Hinsegin daga fer fram ár hvert við mikinn fögnuð. Þúsundir manna taka ýmist þátt eða horfa á gönguna. Hér má sjá mynd frá Gleðigöngunni í fyrra. mbl.is/Óttar

Undirbúningur Gleðigöngu Hinsegin daga gengur „glimrandi vel eins og alltaf“ að sögn Önnu Eirar Guðfinnudóttur, göngustýru Gleðigöngunnar, í samtali við mbl.is.

Búið er að stilla göngunni upp og eru um 42 atriði sem munu taka þátt í ár. Anna segir gönguna ávallt vera stóra og ekki síður mikilvæga. Í fyrra segir hún hana hafa verið gríðarstóra og býst hún við svipuðum fjöldatölum í ár.

„Þetta er góð leið til þess að sjá stuðninginn í samfélaginu,“ bætir hún við.

Gleðigangan er mikilvæg áminning

„Skemmtun, gleði, hamingju og ást en líka mikilvægum áminningum um stöðu ýmissa málefna í heiminum,“ segir Anna, spurð við hverju gestir megi búast.

Yfirleitt er það sami kjarninn sem tekur þátt í göngunni ár hvert en segir Anna að alltaf séu einhverjir nýir hópar sem bætist við.

Bakslög hvetja áfram

„Auðvitað er þetta erfitt. Það er erfitt að standa í baráttu þegar það er bakslag en það er það sem við gerum. Það hvetur okkur bara áfram og segir okkur að það sem við erum að gera sé rétt,“ segir Anna, spurð hvað henni þyki um hatrið sem hinsegin dögum er oft sýnt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert