Mikið álag sem bitnar á bráðamóttökunni

mbl.is/Kristinn Magnússon

Um þessar mundir er mikið álag á deildum Landspítala sem bitnar einna helst á bráðamóttökunni í Fossvogi.

„Á bráðamóttökunni er forgangsraðað eftir bráðleika. Við aðstæður eins og nú eru getur fólk sem ekki er í bráðri hættu því þurft að bíða lengur en annars eftir þjónustu,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum. 

„Við biðjum fólk sem er ekki í bráðri hættu að hringja fyrst í 1700 eða leita upplýsinga á netspjalli Heilsuveru. Í neyðartilfellum skal ávalt hringja í 112.“

Í samtali við mbl.is segir Andri Ólafsson hjá samskiptadeild spítalans að álag á bráðamóttökuna hafi verið óvenju mikið síðustu tvo daga en báða dagana hafa meira en 200 manns leitað þangað.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka