Myndir: Fórnarlamba kjarnorkuárásanna minnst

Kertum var fleytt í minningu þeirra sem fórust í árásunum.
Kertum var fleytt í minningu þeirra sem fórust í árásunum. mbl.is/Eyþór

Íslenskir friðarsinnar minntust í kvöld fórnarlamba sem létust í kjarnorkuárásunum í Hírósíma og Nagasakí í Japan 6. og 9. ágúst árið 1945, en það hafa þeir gert frá árinu 1985. 

Hópurinn safnaðist saman við suðvesturenda Reykjavíkurtjarnar í kvöld klukkan hálftíu og fleyttu kertum í minningu fórnarlambanna. Tómas Jóhannesson eðlisfræðingur flutti ávarp og Eyrún Ósk Jónsdóttir las friðarljóð. 

Íslenskir friðasinnar hafa minnst fórnarlambanna frá árinu 1985.
Íslenskir friðasinnar hafa minnst fórnarlambanna frá árinu 1985. mbl.is/Eyþór
Fjölmargir mættu.
Fjölmargir mættu. mbl.is/Eyþór
Reykjavíkurtjörn skreytt kertum.
Reykjavíkurtjörn skreytt kertum. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert