Tvær rúður voru brotnar í biðsal Strætó í Mjódd í dag og var lögregla kölluð til.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Þar kemur einnig fram að ökumaður hafi verið stöðvaður í dag sem var sviptur ökuréttindum. Hefur hann ítrekað verið tekinn við akstur án þeirra.
Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð en hefur nú verið látinn laus.
Lögreglunni barst einnig tilkynning um innbrot í bifreið þar sem rúða hafði verið brotin og verðmætum stolið.