Svartsengisvirkjun gæti verið ógnað

Bjarni segir að samkvæmt sumum hraunflæðilíkönum þá gæti virkjuninni í …
Bjarni segir að samkvæmt sumum hraunflæðilíkönum þá gæti virkjuninni í Svartsengi verið ógnað. Samsett mynd/mbl.is/Árni/Eggert

Varnargarðarnir sem umlykja Grindavíkurbæ hafa sannað gildi sitt en ákveðin hraunflæðilíkön sýna að Svartsengisvirkjun gæti verið ógnað í mögulegu gosi.

Mögulega þarf að ráðast í frekari aðgerðir til að tryggja öryggi virkjunarinnar.

Þetta segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í samtali við mbl.is að ríkisstjórnarfundi loknum í morgun.

„Það sem við erum mest að horfa og vorum að ræða á þessum ríkisstjórnarfundi núna eru aðrir varnargarðar, eins og til dæmis vegna Svartsengis. Það er hægt að sjá í ákveðnum hraunflæðismódelum að Svartsengi gæti verið ógnað ef að kvikan kæmi upp á viðkvæmum stað og það gæti þurft að gera enn frekari ráðstafanir,“ segir Bjarni.

Búast við gosi á hverri stundu

Jarðvís­inda­menn bú­ast við gosi á hverri stundu á Reykja­nesskaga en Veður­stof­an met­ur að um 16 til 18 millj­ón­ir rúm­metra af kviku hafi nú safn­ast und­ir Svartsengi.

Bjarni segir að búið sé að stórbæta hraunkælibúnað á svæðinu en að allar öryggisráðstafanir séu í sífelldri skoðun.

Spurður hvort hann sé sáttur við stöðuna að svo stöddu segir hann:

„Ég tel að það eru vísbendingar um að það gæti þurft að gera frekari ráðstafanir til að verja orkuverið,“ segir hann.

Slökkvilið Grindavíkur kældi hraun í síðasta eldgosi.
Slökkvilið Grindavíkur kældi hraun í síðasta eldgosi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert