„Þetta er rosa goslegt“

Óljóst er að sögn Benedikts hvort gos myndi teygja sig …
Óljóst er að sögn Benedikts hvort gos myndi teygja sig til norðurs eða til suðurs. mbl.is/Eyþór

„Auðvitað get­ur þetta taf­ist en það er svo rosa­lega hratt vax­andi virkni, skjálfta­virkni sér­stak­lega, að það ætti ekki að koma okk­ur á óvart. Þetta get­ur bara byrjað á hverri stundu.“

Þetta seg­ir Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga á Veður­stofu Íslands.

„Það er al­veg klár­lega vax­andi skjálfta­virkni þannig að þetta lít­ur út eins og það geti ekki verið mjög langt í að þetta sé að fara að ger­ast,“ seg­ir Bene­dikt í sam­tali við mbl.is.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofunni.
Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga á Veður­stof­unni. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Búin und­ir að gosið fari í átt að Grinda­vík

Spurður hvaða sviðsmynd sé lík­leg­ust seg­ir Bene­dikt út­lit fyr­ir að gosið komi upp á svipuðum stað og síðast. Óljóst sé hvort gossprung­an myndi teygja sig til norðurs eða til suðurs.

„Það sem við höf­um kannski búið okk­ur und­ir er að það fari lengra til suðurs, bara af því að það er þá í átt­ina að Grinda­vík, þó að það séu ekk­ert endi­lega meiri lík­ur á því,“ seg­ir Bene­dikt.

Hann seg­ir engu að síður mik­il­vægt að vera við því búin að gosið fari í suður eða nái jafn­vel inn fyr­ir varn­argarðana. Ómögu­legt sé að segja til um hvað úr verði en all­ar lík­ur séu á að það dragi til tíðinda hvað úr hverju.

Best ef gysi fyrr held­ur en síðar

Hann seg­ir Veður­stof­una hafa verið í viðbragðstöðu í um viku og í raun ósk­andi að það dragi til tíðinda fyrr held­ur en síðar. 

„Það væri nátt­úr­lega best ef það myndi taka sig upp núna og breyta um kúrs og fara lengra til norðurs,“ seg­ir Bene­dikt.

„Það get­ur bara gerst á eft­ir, ég vona bara að við þurf­um ekki að bíða of lengi. Þetta er rosa gos­legt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert