Umræða um ríkisfjármálin verið á „villigötum“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ræddi við mbl.is að ríkisstjórnarfundi loknum í …
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ræddi við mbl.is að ríkisstjórnarfundi loknum í morgun. AFP

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra seg­ir að rík­is­fjár­mál­in hafi hjálpað til við að draga úr verðbólgu í land­inu. Hann seg­ir blasa við að raun­vaxta­stig hafi sveifl­ast veru­lega til á und­an­förn­um árum.

Þetta seg­ir ráðherr­ann í sam­tali við mbl.is.

Tólf mánaða verðbólga mæl­ist nú 6,3% og eykst um 0,46 pró­sentu­stig frá fyrri mánuði.

„Mér finnst að umræðan um þátt rík­is­fjár­mál­anna hafi verið á mikl­um villi­göt­um. Það sýn­ir til dæm­is nýj­asti rík­is­reikn­ing­ur­inn fyr­ir síðasta ár, þar sem af­kom­an var hundrað millj­örðum betri held­ur en fjár­lög gerðu ráð fyr­ir þriðja árið í röð. Af­komu­bati í rík­is­fjár­mál­un­um er gríðarleg­ur og lík­lega ná­lægt því að vera met-af­komu­bati,“ seg­ir Bjarni.

Seg­ir af­komu­bat­ann vera merki um aðhald

Marg­ir hafa gagn­rýnt út­gjalda­aukn­ingu rík­is­sjóðs á síðustu árum en Bjarni seg­ir að af­komu­bati rík­is­sjóðs ár frá ári sé birt­ing­ar­mynd aðhalds í rík­is­fjár­mál­un­um.

„Þannig rík­is­fjár­mál­in hafa verið að hjálpa til við að draga úr verðbólgu í land­inu und­an­far­in tvö ár, að lág­marki.“

Legg­ur Seðlabank­an­um ekki lín­urn­ar

Pen­inga­stefnu­nefnd­ Seðlabank­ans fund­ar seinna í mánuðinum og velta marg­ir því fyr­ir sér hvort að Seðlabank­inn haldi stýri­vöxt­um óbreytt­um eða ekki.

Núna standa meg­in­vext­ir bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, í 9,25% og hef­ur það verið svo­leiðis síðan í ág­úst á síðasta ári.

Spurður hvort að hann telji að það þurfi að fara lækka vexti þá seg­ir Bjarni:

„Ég held að sé nú ekki skyn­sam­legt fyr­ir mig að fara leggja seðlabank­an­um ein­hverj­ar lín­ur varðandi vaxta­mál­in. Ég bara virði hans sjálf­stæði til þess að taka þær ákv­arðanir,“ seg­ir Bjarni.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Raun­vaxta­stigið sveifl­ast gríðarlega

„Það hins veg­ar blas­ir við okk­ur að raun­vaxta­stigið hef­ur sveifl­ast al­veg gríðarlega á und­an­förn­um árum, úr því að vera nei­kvætt – mögu­lega of lengi – yfir í það að vera mjög hressi­lega já­kvætt og jafn­vel vax­andi núna,“ seg­ir hann. 

Bjarni seg­ir að verk­efnið hljóti að snú­ast um að fá mjúka lend­ingu í hag­kerf­inu. Hann nefn­ir að það geti þó verið vanda­samt verk að stilla af bæði vaxta­stig í land­inu og um­svif að öðru leyti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka