Vestur-Ís­lendingar haldi fastar í ís­lenskuna

Guðrún hélt Íslendingadaginn hátíðlegan.
Guðrún hélt Íslendingadaginn hátíðlegan. Ljósmynd/Leif Norman

Tugir þúsunda komu saman um síðustu helgi í Gimli í Kanada til að fagna árlegum Íslendingadegi en hátíðin hefur lengi verið mikilvægur viðburður fyrir Íslendinga í Vesturheimi.

Um fimmtán þúsund Íslendingar flúðu land á ofanverðri 19. öld og settust að í Kanada og Bandaríkjunum. Nú er talið að afkomendur þessa fólks telji um fimmtíu þúsund manns.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sótti hátíðina og lýsir því hvernig hún hitti fjölda fólks með íslenskar rætur og segir það einstaka upplifun að tala við fólk sem er komið á tíræðisaldur en talar enn lýtalausa íslensku þrátt fyrir að hafa aðeins komið til Íslands einu sinni.

Halda tryggð við Ísland

„Það er ofboðslega ríkt í fólki sem er afkomendur Íslendinga að halda tryggð við Ísland og viðhalda tengslunum,“ segir hún.

„Þetta fólk er að læra íslensku og leggur sig virkilega fram við það; ég hitti nokkra Vestur-Íslendinga sem eru í kringum fertugt og tala bara lýtalausa íslensku þótt þeir búi í Kanada,“ segir Guðrún og bætir við að henni hafi fundist áhugavert að sjá hversu margir Vestur-Íslendingar virðast leggja meiri áherslu á að viðhalda tungu og menningu en margir á Íslandi. 

Meira má sjá í Morgunblaði dagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert