Gleðigangan í beinu streymi

Búast má við miklum fjölda á Gleðigöngunni í ár.
Búast má við miklum fjölda á Gleðigöngunni í ár. mbl.is/Kristvin Guðmundsson

Gleðiganga Hinsegin daga hefst nú klukkan 14:00 við Hallgrímskirkju. Hægt er að horfa á gönguna sem og skemmtunina að henni lokinni í beinu streymi. 

Göngunni lýkur í Hljómskálagarðinum og tekur þar við útihátíð Hinsegin daga þar sem fjölmargir skemmtikraftar stíga á stokk. Þar má nefna Bashar Murad, RÁN, The Gender Benders, Unu Torfa, Pál Óskar og fleiri. 

Vert er að nefna að hinar ýmsu götulokanir eru í gildi vegna hátíðahaldanna. 

Streymið má sjá á YouTube-rás Hinsegin daga eða hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert