Hæðarallý í fullum gangi

Notaðir eru rallýbílar, jeppar og buggy-bílar í keppninni.
Notaðir eru rallýbílar, jeppar og buggy-bílar í keppninni. mbl.is/Jónas Erlendsson

Iceland Hill Rally keppnin stendur nú sem hæst. Keppnin hófst í Hafnarfirði á fimmtudagskvöld og lýkur á morgun í Vík í Mýrdal, en þar voru keppendur staddir í morgun.

Brynjar Ögmundsson, undanfari í keppninni, segir í samtali við mbl.is að þetta sé blönduð keppni, þ.e. rallý, jeppar og buggy-bílar. Keppendur eru 30 talsins, og þar af eru 16 erlendar áhafnir.

Þátttökugjald í keppnina er um 300 þúsund krónur. 

Keppendur í rallýinu Iceland Hill Rally voru staddir í Vík …
Keppendur í rallýinu Iceland Hill Rally voru staddir í Vík í Mýrdal í morgun. mbl.is/Jónas Erlendsson

Þurftu að breyta leiðinni vegna Hólmsár 

Keppnin hefur gengið vel að sögn Brynjars en tímasetningar og leiðir hafa aðeins verið að breytast í dag út af Hólmsánni, sem er tveggja metra djúp. Það þýddi að keppendur þurftu að draga úr einni leiðinni þar og þar með stytta rallýið aðeins.

Á morgun verður farið á Lakasvæðið og þar í kring. Brynjar segir að farnir séu rúmlega 500 kílómetrar á sérleiðum.

Þetta eru leiðirnar Miðdalur, Hlöðudalur að Gullfoss. Síðan fóru þeir í Dómadal að Heklu. Loks eru þeir búnir að keyra um Emstrur, Mælifellssand og Öldufellsleið í morgun. Í heildina eru þetta 600 kílómetrar sem farnir eru, að sögn Brynjars.

Þátttökugjald er um 300 þúsund krónur.
Þátttökugjald er um 300 þúsund krónur. mbl.is/Jónas Erlendsson

Nánari upplýsingar um rallý keppnina má finna á vefsíðunni hillrally.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert