Tveir stærri skjálftar

Skjálftarnir urðu á Reykjaneshrygg.
Skjálftarnir urðu á Reykjaneshrygg. Kort/Veðurstofa Íslands

Tveir skjálftar mældust af stærð 3,0 og 3,1, um 210 km suðvestur af Reykjanesskaganum um tíuleytið í kvöld, eða úti á Reykjaneshrygg.

Þetta staðfestir náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is. 

Þá segir hann að skjálftarnir tengist ekki jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Skjálftar sem þessir mælist reglulega á þessu svæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert