Gul viðvörun gefin út fyrir morgundaginn

Vindaspá Veðurstofu fyrir kl. 18 að kvöldi mánudags.
Vindaspá Veðurstofu fyrir kl. 18 að kvöldi mánudags. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Suðausturland á morgun frá kl. 14 til 21. 

Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er spáð 13 til 20 m/s á Suðausturlandi og hvassast verður í Öræfum þar sem búast má við vindhviðum í kringum 30 m/s.

Gul viðvörun tekur gildi á Suðausturlandi kl. 14 á morgun.
Gul viðvörun tekur gildi á Suðausturlandi kl. 14 á morgun. Skjáskot/Veðurstofan

Lítur út fyrir talsverða rigningu

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að vindhviðurnar geti verið varasamar ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Einnig er útlit fyrir talsverða rigningu um tíma á Austfjörðum samkvæmt veðurspá á vef Veðurstofunnar.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert