Lægð á leiðinni

Sumarveðrið er hverfult.
Sumarveðrið er hverfult. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búist er við suðauslægri eða breytilegri átt á landinu í dag 3 til 8 metrar á sekúndu, víða skúrir, þá sérstaklega síðdegis og hiti á bilinu 8 til 15 stig. Þá er lægð á leið til landsins og byrjar að gera vart við sig á morgun. 

Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að djúp lægð læðist upp að landinu á morgun úr suðri. Í kjölfarið fari að rigna í norðaustan strekkingi og hvassviðri verði viðvarandi á Suðausturlandi. Ekki sé ráðlagt að aka um á farartækjum sem taka á sig mikinn vind. Búist er þó við að veðrið lægi annað kvöld. Þá er rigningu spáð víða í lægðinni, mest á Austfjörðum

Lægðin færir sig svo um set á þriðjudag og fer norðvestur yfir land. Snýst í suðvestan kalda með einhverri vætu, síst norðaustanlands þó. Hiti á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. 

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert