Rafleiðni nálgast eðlileg mörk

Rafleiðni í Skálm nálgast eðlileg mörk.
Rafleiðni í Skálm nálgast eðlileg mörk. mbl.is/Jónas Erlendsson

Vatnshæð og rafleiðni í skálm nálgast bú eðlileg mörk, sama á við um gildi á gasmælum við Láguhvola nærri Kötlujökli.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands.

Fólk er þó enn beðið um að fara varlega á svæðum þar sem gasmengun gæti verið.

„Áfram er þó bent áð gasmengun getur verið í lægðum í landslagi nærri ánum og við austurjaðar Mýrdalsjökuls. Fólk er því beðið um að gæta ítrustu varúðar og gera viðeigandi ráðstafanir sé það á ferðinni nærri upptökum ánna eða við austanverðan Mýrdalsjökul.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert