Áverkar virtust ekki lífshættulegir

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang. mbl.is/Árni Sæberg

Allir fjórir farþegar bílanna tveggja sem skullu saman ná­lægt Gígju­kvísl á Skeiðar­árs­andi á þriðja tím­an­um í dag eru slasaðir, þó mismikið. Allir voru fluttir með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi til aðhlynningar. 

Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi í samtali við mbl.is

Hringvegurinn vonandi opnaður bráðlega

„Það var einn nokkuð slasaður og þrír minna slasaðir, allavega við fyrstu sýn,“ segir Sveinn. Áverkar farþeganna hafi ekki virst lífshættulegir þegar þeir voru fluttir af vettvangi. 

Tildrög slyssins eru í rannsókn og búist er við því að vettvangsrannsókn ljúki bráðlega en þá verður hringvegurinn um Skeiðarársand opnaður fyrir umferð aftur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert