Bíll stóð í ljósum logum undir Hafnarfjalli

Hafnarfjall við Borgarnes.
Hafnarfjall við Borgarnes. Ljósmynd/Guðrún Vala Elísdóttir

Bíll stóð í ljósum logum undir Hafnarfjalli fyrr í kvöld. Búið er að slökkva eldinn og unnið er því að opna veginn aftur en lokað var fyrir umferð. 

Þetta staðfestir Bjarni Þorsteinsson, varaslökkviliðsstjóri hjá slökkviliði Borgarbyggðar, í samtali við mbl.is. 

Hann segir dælubíl hafa farið á vettvang frá Akranesi og Borgarnesi en sömuleiðis hafi lögreglan mætt á staðinn. 

Tveir menn í bílnum

Útkallið barst slökkviliðinu um klukkan 18.30 og var búið að slökkva eldinn um 45 mínútum síðar. Slökkvistarf gekk vel að sögn Bjarna. 

Tveir menn voru í bílnum en náðu þeir að koma sér út úr honum áður en eldur fór að loga og slösuðust ekki. Ekki var um árekstur eða neitt slíkt að ræða. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert