Björgunarsveitir kallaðar út vegna göngumanna

Björgunarsveitir eru á leiðinni. Mynd úr safni.
Björgunarsveitir eru á leiðinni. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar á Fimmvörðuháls vegna tveggja göngumanna á svæðinu.

Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is. 

Segir hann að göngumennirnir hafi ekki treyst sér lengra vegna veðurs og óskað eftir aðstoð en útkallið barst til Landsbjargar um klukkan 20.00. 

Jón Þór segir björgunarsveitir frá Hvolsvelli, undir Eyjafjöllunum og úr Vík í Mýrdal hafa verið sendar á vettvang og eru þær nú á leið á staðinn. 

Hann gat ekki veitt upplýsingar um nákvæma staðsetningu göngumannanna tveggja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert