Fjórir slasaðir eftir að tveir bílar skullu saman

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjórir eru slasaðir eftir að tveir bílar skullu saman nálægt Gígjukvísl á Skeiðar­ársandi á þriðja tímanum í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á vettvang. 

Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rún­ars­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi, í sam­tali við mbl.is, en Vísir greindi fyrst frá. 

Búið er að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar, sjúkrabíla og aðra viðbragðsaðila á vettvang. 

Lögreglunni barst útkallið klukkan 14.21 en ekki er hægt að segja nánar til um líðan þeirra slösuðu.

Uppfært klukkan 16.12.

Búið er að loka hringveginum um Skeiðarársand um óákveðinn tíma vegna bílslyssins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert