Gjaldtaka við Hafnarhólmann í bígerð

Skilti var sett upp vorið 2023 þar sem óskað var …
Skilti var sett upp vorið 2023 þar sem óskað var eftir frjálsum framlögum. mbl.is/Skúli Halldórsson

Brátt verða gestir og heimamenn skyldaðir til að greiða fyrir heimsókn í Hafnarhólmann við Borgarfjörð eystri sem þekktur er fyrir fjölbreytt fuglalíf og lundabyggðina.

Tillaga um að hefja undirbúning að gjaldtöku var samþykkt samhljóða með handauppréttingu á fundi heimastjórnar Borgarfjarðar á fimmtudag.

Í fundargerð kemur fram að starfsmanni sé falið að vinna að útfærslu gjaldtökunnar sem lögð verði fyrir heimastjórn í haust.

Er starfsmanninum jafnframt falið að huga að viðhaldsþörf fyrir næsta ár sem og uppbyggingu sýningar á efstu hæð Hafnarhúss, sem stendur gegnt Hafnarhólmanum, hinum megin við Borgarfjarðarhöfn.

Vorið 2023 var skilti komið upp við Hafnarhólmann þar sem óskað var eftir frjálsum framlögum þeirra sem komu þar við. Var þetta gert í von um að ekki þyrfti að grípa til gjaldtöku.

Meira má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert