Keppnin Sterkasti maður Íslands var haldin í 40. skipti um helgina.
Mótið hófst á föstudaginn í Kópavogi og lauk á Selfossi á laugardaginn, en svipmyndir frá keppninni má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.
Hafþór Júlíus Björnsson sigraði í öllum greinunum og keppir fyrir Íslands hönd í Sterkasta manni í heimi í Colorado í Bandaríkjunum.