Pallur flutningabíls brotnaði og klemmdi ökumann inni

Slysið átti sér stað í Grjótási í Reykjanesbæ.
Slysið átti sér stað í Grjótási í Reykjanesbæ. Ljósmynd/Aðsend

Pallur flutningabíls brotnaði og lenti á bílstjórahúsi bíls í Grjótási í Reykjanesbæ fyrr í kvöld. Ökumaður bílsins klemmdist inni en virðist hafa sloppið óslasaður frá slysinu.

Þetta upplýsir Ómar Ingimarsson, deildarstjóri útkallssviðs Brunavarna Suðurnesja, í samtali við mbl.is.

„Það er eins og eitthvað óhapp hafi orðið með pallinn að hann hafi brotnað og lendir svona á húsinu,“ segir Ómar.

Segir hann ökumanninn hafa sloppið tiltölulega vel frá slysinu og að svo virðist sem áverkar hafi verið minniháttar við fyrstu skoðun. Hafi þá ökumaðurinn verið fluttur niður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 

Segir hann Brunavarnir hafa yfirgefið vettvanginn og að málið sé í höndum lögreglu núna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert