Skjálftarnir ástæða til að fylgjast með

Flogið yfir Ljósufjöll á Snæfellsnesi í vetrarbúningi.
Flogið yfir Ljósufjöll á Snæfellsnesi í vetrarbúningi. mbl.is/Árni Sæberg

Eldfjallaeyjan minnir á sig á fleiri stöðum en á Reykjanesi um þessar mundir en á laugardaginn var talsvert líf í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi.

Er það áhugaverð staða því ekki hefur gosið þar síðan á landnámsöld en eldstöðvakerfið er þó virkt.

Spurður um þetta segir Páll Einarsson jarðfræðingur að þar hafi verið óvenjumargir skjálftar á laugardaginn en bendir á að þar hafi verið reytingur af skjálftum síðustu tvö til þrjú árin.

Skjálftavirknin sé eftirtektarverð og ástæða sé til að fylgjast áfram með þróuninni á svæðinu. Hvort hún leiði til eldgoss sé óljóst.

Ekki hættuleg eldstöð í samanburði við aðrar

Páll leggur hins vegar áherslu á að eldstöðin teljist ekki hættuleg í samanburði við ýmsar aðrar. Öll gos sem þarna hafi orðið teljist lítil og flokkist ekki undir miklar hamfarir. Engin ástæða sé því til að draga upp dökka mynd af stöðunni þótt áhugaverð sé.

Miðja eldstöðvakerfisins er talin vera í sjálfum Ljósufjöllum sem margir kannast við. Ef ekki vegna landafræðikunnáttu þá af fréttaflutningi og upprifjunum af hörmulegu flugslysi sem varð í Ljósufjöllum árið 1986.

Lesa má viðtalið við Pál í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka