Tugum milljóna stolið og málið enn óupplýst

Rannsókn málsins stendur enn yfir.
Rannsókn málsins stendur enn yfir. mbl.is/Árni Sæberg

Hamraborgarránið svonefnda er enn til rannsóknar hjá lögreglu að sögn Gunnars Hilmarssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni í Kópavogi.

20 til 30 milljónum króna var stolið úr öryggisbifreið á vegum Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í lok mars og hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu farið í gegnum gögn frá tæknideild vegna þjófnaðarins.

Fer vonandi að klárast

Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði við mbl.is undir lok síðasta mánaðar að símagögn væru meðal þeirra tæknigagna sem lögreglan biði eftir að fá afhend í tengslum við þjófnaðinn.

„Rannsakendur eru enn að vinna í málinu og ég get ekki alveg sagt til um það hvar málið er statt. Þetta er bara óupplýst eins og staðan er í dag en vonandi fer þetta að klárast,“ segir Gunnar við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert