Upptökur ekki skilað neinum árangri

Gámurinn á Fiskislóð.
Gámurinn á Fiskislóð. Ljósmynd/Almar Gunnarsson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki tekist að upplýsa hvarf á gámi við lóð við Fiskislóð í Reykjavík í lok júní í sumar.

Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi segir í samtali við mbl.is í dag að málið sé enn óupplýst.

Hann segir að lögreglunni hafi borist upptökur úr myndavélum en þær hafi ekki skilað neinum árangri hingað til.

Fluttur af einkalóð og á Hólmsheiði

Gámur í eigu Almars Gunnarssonar, eiganda pípulagningafyrirtækisins Landslagna ehf., var fluttur af einkalóð hans við Fiskislóð yfir á Hólmsheiði án hans vitundar.

Almar sagði í samtali við mbl.is að hann hefði fundið gáminn á Hólmsheiði þar sem búið var að tæma hann en í honum voru hreinlætis- og pípulagningarvörur að andvirði tíu til fimmtán milljóna króna.

Kristmundur Einarsson, framkvæmdastjóri ET-flutninga ehf. sem flutti gáminn, sagði að fyrirtækið hefði blekkt. Það hefði verið beðið um að flytja gáminn og það væri fórnarlamb í málinu eins og eigandi gámsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert