1.250 milljónir í framkvæmdir á hjúkrunarheimili

Húsnæði hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri.
Húsnæði hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri. Ljósmynd/Akureyrarbær

Ríkið og Akureyrarbær hafa komist að samkomulagi um fyrirkomulag vegna nauðsynlegra framkvæmda við húsnæði hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri.

Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu kemur fram að kostnaður við framkvæmdirnar verði allt að 1.250 milljónum króna og mun hann greiðast úr ríkissjóði.

Gert er ráð fyrir því að verkefninu verði lokið fyrir lok næsta árs.

FSRE (Framkvæmdasýslan Ríkiseignir) stýrir verkefninu en með framkvæmdunum á húsnæðinu að verða komið í ásættanlegt og betra horf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert